Monday, February 28, 2011

Húsin í leiðinni


Það eru fullt af skemmtilegum húsum við Leið 1 (BB-Askja). Eftir fjölda ferða hættir maður að taka eftir þeim og þau falla inn í umhverfið - verða n.k. sviðsmynd. Ég ákvað bæta úr þessu og draga fram í dagsbirtuna þau hús sem að mér finnast eftirtektarverð eða falleg.
Skemma og hús við Kópavogshæli (das2011)
Fyrsta húsið stendur við Kópavogstún, líklega á lóð Kópavogshælis, sunnan megin í Kársnesinu (Ég bið Kópavogsbúa afsökunar ef að ég fer rangt með staðhætti eða örnefni). Ég óttast það að þetta hús sé "niðurrifslista" hjá einhverjum sem vill byggja og græða peninga. Miklu nær væri að gera húsið upp og laga umhverfið. Þá væri komið eitt af þessum húsum sem í dag eru fáséð í borginni og þau fáu sem eftir standa eru að týna tölunni. Hús eins og þetta bíður upp á margvíslega starfsemi og væri hægt að leigja út fyrir sanngjarnan pening, hverjum þeim sem kemur fram með góða hugmynd.

Ég sé fyrir mér kaffihús eða veitingastað fyrir þá sem hjóla eða ganga með gæludýr. Þar væri hægt væri að staldra við: ditta að hjólinu, tilla sér og fá sér kaffi eða snæðing - án þess að verða úthýst vegna þess að þú ert með hundinn þinn eða hamsturinn í taumi. Á túninu væri hægt að hafa gerði til að sleppa dýrunum.
(ja.is)

2 comments:

  1. Þetta er gamli Kópavogsbærinn. Bærinn sjálfur er hlaðið steinhús úr grágrýti. Það á ekki að rífa hann.

    ReplyDelete
  2. Flott blogg hjá þér. Er farinn að líta við daglega.

    ReplyDelete