Það eru fullt af skemmtilegum húsum við Leið 1 (BB-Askja). Eftir fjölda ferða hættir maður að taka eftir þeim og þau falla inn í umhverfið - verða n.k. sviðsmynd. Ég ákvað bæta úr þessu og draga fram í dagsbirtuna þau hús sem að mér finnast eftirtektarverð eða falleg.
Skemma og hús við Kópavogshæli (das2011) |
Ég sé fyrir mér kaffihús eða veitingastað fyrir þá sem hjóla eða ganga með gæludýr. Þar væri hægt væri að staldra við: ditta að hjólinu, tilla sér og fá sér kaffi eða snæðing - án þess að verða úthýst vegna þess að þú ert með hundinn þinn eða hamsturinn í taumi. Á túninu væri hægt að hafa gerði til að sleppa dýrunum.
(ja.is) |
Þetta er gamli Kópavogsbærinn. Bærinn sjálfur er hlaðið steinhús úr grágrýti. Það á ekki að rífa hann.
ReplyDeleteFlott blogg hjá þér. Er farinn að líta við daglega.
ReplyDelete