Seint á síðasta ári samþykkti Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að skipa starfshóp um bættar hjólreiðasamgöngur. Hópnum er ætlað að viða að sér upplýsingum, í samvinnu við staðardagskrárfulltrúa, um hvað megi gera til að bæta aðstöðu hjólreiðamanna bænum. Bæjarbúar, sem og aðrir áhugasamir, eru hvatt til að koma á framfæri ábendingum og hugmyndum um úrbætur.
Á vef Hafnarfjarðarbæjar: http://www.hafnarfjordur.is/ hefur verið komið fyrir tengli sem gerir fólki kleift að leggja inn athugasemdir.
Ég skora á alla sem sýna þessu málefni áhuga að fylgjast með og koma með ábendingar. Síðar í mánuðinum verður boðað til opins fundar um málið. Þá er um að gera að fjölmenna og halda uppi góðum umræðum.
No comments:
Post a Comment