Wednesday, February 2, 2011

Sjónarhóll - Fyrir nesið

Mig langar að gera eitt að umtalsefni hér. Stígakerfi hjólreiðamanna á höfuðborgarsvæðinu er sundurslitið og samhengislaust á köflum. Það kemur engum á óvart sem notar kerfið. Hins vegar er það svo, á t.t. stöðum, að þú getur hreinlega villst ef þú þekkir ekki borgarhlutann þeim mun betur. Það á t.d. við á Kársnesinu. Þar er góður, jafnsléttur, malbikaður stígur sem er hluti af hinum s.k. Bláa stíg sem tengja á saman strandlínuna frá Straumsvík að Mógilsá við Esjurætur. Sannarlega hefur verið staðiði vel að verki víða en annarsstaðar virðist vera langt í úrbætur, eins og t.d. á Álftanesi og í Arnarnesi. En á Kársnesinu er þetta næst um því gott vegna þess að sá hluti stígsins sem liggur fyrir nesið og tengir saman leiðir norðan- og sunnanmegin er einfaldlega ekki til staðar og engar merkingar eða skilti sem vísa þér leið.Myndin hér ofan sýnir hvað ég á við: Bláar línur sína stíginn norðan- og sunnanmegin en rauða línan þann legg þar sem engir innviðir eru til staðar og það sem meira er engar merkingar.
Best væri auvitað að haldið yrði áfram með stíginn, aðskildan frá umferð, fyrir nesið. En einnig væri ákjósanlegt að byrja bara á því að merkja línu og setja upp skilti sem beina hjólreiðamönnum og göngumönnum leiðina.
Hér með er skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að bregðast skjótt við og bæta úr.

No comments:

Post a Comment