Wednesday, February 8, 2012

Fækkum bílum í miðbænum

(Mynd: HG2012)
Það er bannað á hjóla á gangstéttum á Laugaveginum. Það er heldur ekki nokkur ástæða til að hjóla á gangstéttum þar. Laugarvegurinn er ágætlega til þess fallin að hjóla á götunni. Það sama á við um flestar götur í miðbæ Reykjavíkur og miðbæjum almennt. Þar fellur hjólandi umferð vel að akandi umferð enda hámarkshraði lágur og hjólreiðamenn eru öryggir. Reiðhjól er í raun besta farartækið í miðbæjum.

En það er fleira sem er bannað á Laugaveginum. Þar eru hundar bannaðir. Ég er einnig sammála því. Hundar eiga lítið erindi í miðbæi að mínu mati. Sumu fólki stafar ógn af hundum og sumir hundaeigendur eru sóðar. Aðrir hundaeigendur hafa ekki nægan aga á hundinum sínum og svo eru hundar misjanflega vel til þess fallnir að vera þar sem búast má við margmenni. Sem sagt það er í mínum huga réttlætanlegt að banna hunda á Laugaveginum. Hins vegar þykir mér það einkennilegt að á sama tíma getur þú komið með 1500 kg. stálklump með þér þangað og það sem meira er að borgin skaffar þér stæði fyrir ferlíkið. Persónulega stafar mér meiri ógn af bílum en hundum. Bílum fylgir sannarlega sóðaskapur og ökumenn eru misjaflega hæfir til að aka bílum. Ég held að það ætti að banna bíla á Laugaveginum og Bankastræti frá Snorrabraut að Lækjargötu. Gerum allan Laugavegin að göngugötu ...og Strandgötuna í 220 einnig.


Borgarstiklur - Laugavegur sumarið 2011 from Borghildur on Vimeo.

Borgaryfirvöld í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum ættu að ganga lengra og leggja jafn mikla áherslu á að fækka bílum og hundum í miðbænum. Það væri t.d. hægt með fækkun bílastæða og lækkun hámarkshraða úr 50 í 30 eða jafnvel 15 km/klst og taka upp vegatolla. Með því móti myndi fjölga þeim sem ganga eða hjóla og miðbærin verður enn lífvænlegri íverustaður. Þetta hefur verið gert víða erlendi með góðum árangri, meira að segja á Broadway í New York af öllum stöðum. Mín skoðun er þessi: lækkum hámarkshraða í miðbæjum, fækkum bílastæðum, þrengjum götur og stækkum gangstéttar.
(Mynd: inhabit.com)