Við Hvannavelli (HG2009) |
Saturday, March 31, 2012
Hvannadalur
Thursday, March 29, 2012
Vorboðinn Haemoatopus ostralegus
Fyrir suma er lóan vorboðinn en í mínum huga er það tjaldurinn. Ég hef miklar mætur á fuglinum sem er vaðfugl af ættbálki strandfugla og telst til tjaldættar. Í morgun hjólaði ég fram á þrjá félaga að leik við hjólaleiðina sunnan Fossvogskirkjugarðs. Þeir stigu óútskýranlegan dans, sungu og trölluðu svo ekki var hægt annað en að hrífast af galsanum. Þó að þeir hafi ekki boðið upp á uppstillta myndatöku þá létu þeir sé fátt um finnast þótt ég staldraði við fylgdist með þeim úr nálægð. Vorið er komið.
Tjaldur á hjólaleið sunnan Fossvogskirkjugarðs (HG2012) |
Tjaldur á hjólaleið sunnan Fossvogskirkjugarðs (HG2012) |
Tjaldur á hjólaleið sunnan Fossvogskirkjugarðs (HG2012) |
Tuesday, March 27, 2012
Trinidad
Monday, March 26, 2012
Endurnýting
Friday, March 23, 2012
Stamminn. Enn af Kúbu
Í Havana (HG2011) |
Þessi stelpa hefur verið um fimm ára aldurinn. Hún hjólaði áhyggjulaus, að því er virtist, á götum Havana. Sjálfur hafði ég ekki miklar áhyggjur af henni enda afar lítil og hæg umferð í miðborginni.
Í Vinealis (HG2012) |
Það er vöruskortur á Kúbu. Ég sá hvergi barnastóla en það kom ekki í veg fyrir að foreldrar hjóluðu með börnin sín. Neyðin kennir naktri konu að spinna segir máltækið og það á vel við þar í landi. Íbúarnir eru sérfræðingar halda við hlutum og smíða það sem ekki fæst í búðum. Það sést vel á öllum gömlu bílunum sem enn eru götunum og hafa verið frá því fyrir bylting. Hvað þá bögglaberi með ásetu - ekkert mál.
Í Vinealis (HG2012) |
Ein af mínum uppáhalds myndum. Það verður ekki fallegra. Myndin þarfnast engrar útskýringar.
Í Vinealis (HG2012) |
Dæmigerð borgarmynd í landi byltingarinnar.
Wednesday, March 21, 2012
Stamminn
Plaza Vieja í Havana (HG2011) |
Í Vinealis (HG2012) |
Tuesday, March 13, 2012
Garðabær leynir á sér
Nafnlaus restrasjón við Arnarnesvog (HG2012) |
Monday, March 12, 2012
Hjólatúr
Breki og Helgafell í baksýn (HG2012) |
Við fórum "gamla" Kaldárselsveginn því þar er ágætt að sleppa Flosa lausum. Að vísu er alltaf hætta á að rekast á hestamenn og við þurfum að vera vel vakandi og óla Flosa ef við sjáum glitta í þá. Einnig er alltaf hætta á að rekast á aðra hunda en þeim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum sem ganga með hundana sína um þessar slóðir. Það er ekki skrítið þar sem þetta er frábært útvistarland. Þess vegna förum við oft snemma eða seint á kvöldin til að fá þessa verða fyrir minstu ónæði og til að fá þessa tilfinningu að við séum einir á ferð. Við þekkjum líka fáfarnar slóðir sem við förum stundum en þær er fæstar gott að hjóla.
Veðrið var ágætt, t.t. hlýtt en blautt og það gekk á með éljum. Við vorum vel klæddir svo það kom ekki að sök en hundurinn varð eins og drullusokkur.
Leiðangursmenn við skálann í Kaldárseli (HG2012) |
Thursday, March 8, 2012
Hvað fara margir hjólreiðamenn um Fossvoginn á degi hverjum?
Um 18 hjólreiðamenn höfðu fari um þessi gatnamót kl. 8:30 í morgun |
Það er löngu tímabært að hefja talningar á hjólreiðafólki. Fyrir þá sem vinna við eða rannsaka samgöngur er bagalegt að ekki séu til nákvæmar tölur yfir fjölda hjólreiðamanna. Talningar á bílum við götur eða gatnamót eru mikilvægar forsendur fyrir stefnumörkun og verkáætlun fyrir umferðamannvirki. Það sam gildir um hjólreiðar. Koma þarf upp teljurum við valdar hjólaleiðir í borginni. Með því móti fást marktækar tölur um raunverulegan fjölda hjólreiðamanna og hvar álagið er mest. Þá verður hægt að meta þörfina fyrir uppbyggingu hjólaleiða í borginni. Hvort, hvar og hvernig?
Subscribe to:
Posts (Atom)