Saturday, May 28, 2011

Skilaboð

Við Skúlagötuna er blásið til veislu ...

HG 2011
... og við Barónsstíginn er einhverjum umhugað um sjávarútvegskerfið og þróun og horfur í atvinnumálum þjóðarinnar og byggðaþróun.

HG 2011

Thursday, May 26, 2011

Reykjavík chainsaw massacre

Í borginni stendur yfir umfangsmikið skógarhögg. Á hverjum degi eru stór tré felld miskunarlaust með það að markmiði að "fá útsýni" eða "opna garðinn fyrir sólinni". Það eru ekki mörg merkileg tré í borginni en saman mynda þau heild sem glæða mannlífið og gera okkur íbúunum kleift að færa daglegt líf út undir beran himinn.

Fjölnisvegur (HG 2011)
 "Útsýni" og "sól" er það sem Reykvíkingar sækjast eftir í sínum görðum. Á sama tíma hefur skipulag borgarinnar miðað að því að reysa Skuggahverfi.

Skuggahverfið (HG 2011)
 Það er með öllu óskiljanlegt hvernig skipulagsyfirvöld í Reykjavík gátu fundið það út að þetta væri líklegt til að auka lífsgæði Reykvíkinga. Ef það hefur þá verið haft að markmiði.

Hvernig væri nú að láta af þessu skógarhöggi og njóta þess að loksins sé að verða lífvænlegt í borginni. Sum þeirra trjá sem nú sæta ofsóknum hafa staðið lengur en flestir ábúendur í borginni. Beinið sjónum ykkar heldur að skipulagsfræðingunum og byggingaverkkunum sem vilja reisa sér minnisvarða um borgina. Ég er þó ekki að mælast til að þeir séu sagaðir niður.

Wednesday, May 4, 2011

Hafnarfjarðarbær er til í slaginn!

Fréttablaðið 4. maí 2011
Hún Margrét mín er með grein í Fréttablaðinu í dag. Hún er einn þeirra stjórnmálamanna sem hefur trú reiðhjólum sem samgöngutækjum. Það er mín tilfinning að þeim fari fjölgandi og vonandi verða þeir áberandi í baráttunni fyrir bættum aðstæðum til hjólreiða á Íslandi. Vel gert Magga Gauja.

Tuesday, May 3, 2011

Hún lifir góðu lífi

Af vef LHM þann 5. maí 2011
Rakst á þessa frétt á vef LHM í dag. Það var gaman að sjá dustað rykið af BS-verkefninu mínu. Það gefur þeim sem nú vinna baki brotnu að sínu lokaverkefni von um að það hafi einhverja þýðingu og verði jafnvel lesið af einhverjum öðrum en leiðbeinendum þeirra.

BS-verkefnið er vissulega barn síns tíma þótt ekki sé það nema árs gamalt. En gögnin og niðurstöðurnar eru enn mikilvæg og nýtast mér vel við meistararannsóknina mína um nokkurn vegin sama efni. Að vísu hefur það verkefni (sem betur fer) tekið skemmtilega beygju og áherslan er nú mun meiri á innviði og aðstæður til handa hjólreiðafólki. Í samvinnu við leiðbeinanda minn höfum við nú ráðist í það viðamikla verkefni að staðfæra aðferð til að meta gæði hjólaleiða meið tilliti til: greiðfærni, öryggis og umhverfis.

Vonandi verð ég ekki í jafn mikilli tímaþröng þegar kemur að skilum og þegar ég skilaði BS-verkefninu. Vonandi hef ég lært af RT viðhafa öguð vinnubrögð og vinna jafnt og þétt að rannsókninni. Nú eru 11 mánuðir til stefnu og rétt að fara að bretta upp ermar.


Monday, May 2, 2011

Wheelie barGetur einhver sagt mér hvar er hægt að kaupa WHAM-O WHEELIE BAR? Hún Margrét mín er að leita sér að svona græju.

Sunday, May 1, 2011

1. maí 2011

Mynd: amsterdamize
Það er snjór og krapi á götum borgarinnar í dag. Á sama tíma er mið-Evrópa að vakna til lífsins eftir veturinn. Myndin hér að ofan er tekin í Amsterdam og fengin að láni af einni af þessum fjölmörgu -ize síðum (copenhagenize, amsterdamize, portlandize o.fl.). Vonandi er þess ekki lengi að bíða að sumarið geri einnig vart við sig hér á Íslandi.

Það er e-ð við myndina sem mér finnst í senn heillandi og fallegt. Hugsanlega er það þetta afslappað og eðlilega yfirbragð á fjölskyldunni á hjólinu.