Tuesday, May 3, 2011

Hún lifir góðu lífi

Af vef LHM þann 5. maí 2011
Rakst á þessa frétt á vef LHM í dag. Það var gaman að sjá dustað rykið af BS-verkefninu mínu. Það gefur þeim sem nú vinna baki brotnu að sínu lokaverkefni von um að það hafi einhverja þýðingu og verði jafnvel lesið af einhverjum öðrum en leiðbeinendum þeirra.

BS-verkefnið er vissulega barn síns tíma þótt ekki sé það nema árs gamalt. En gögnin og niðurstöðurnar eru enn mikilvæg og nýtast mér vel við meistararannsóknina mína um nokkurn vegin sama efni. Að vísu hefur það verkefni (sem betur fer) tekið skemmtilega beygju og áherslan er nú mun meiri á innviði og aðstæður til handa hjólreiðafólki. Í samvinnu við leiðbeinanda minn höfum við nú ráðist í það viðamikla verkefni að staðfæra aðferð til að meta gæði hjólaleiða meið tilliti til: greiðfærni, öryggis og umhverfis.

Vonandi verð ég ekki í jafn mikilli tímaþröng þegar kemur að skilum og þegar ég skilaði BS-verkefninu. Vonandi hef ég lært af RT viðhafa öguð vinnubrögð og vinna jafnt og þétt að rannsókninni. Nú eru 11 mánuðir til stefnu og rétt að fara að bretta upp ermar.


No comments:

Post a Comment