Tuesday, March 13, 2012

Garðabær leynir á sér

Nafnlaus restrasjón við Arnarnesvog (HG2012)
Garðabær hefur ekki orð á sér fyrir að vera frammúrstefnulegt sveitarfélag. Sumir myndu segja að sveitarfélagið væri íhaldssamt og jafnvel forpokað. Skemmst er að minnast umræðunnar um fyrirhugaða lagningu göngu- og hjólreiðastígs fyrir Arnarnes sem mætti harðri gagnrýni íbúa, sérstaklega í Arnarnesi. Stöku sinnum kemur þó fyrir að Garðbæingar séu fyrstir með fréttirnar. Ef undan er skilin Café Nauthóll þá er enga veitingasölu að finna við strandstíginn s.k. Nema í Arnarnesvogi þar sem reist hefur verið Kaffihús (sem ég reyndar veit ekki hvað heitir) með góðum sólpalli og útsýni yfir voginn og Bessastaði. Engin rekstur er þó á staðnum yfir vetrar mánuðina og það þykir mér miður. Hins vegar hugsa ég mér gott til glóðarinnar á komandi sumri þegar staðurinn opnar vonandi að nýju.No comments:

Post a Comment