Wednesday, March 21, 2012

Stamminn

Plaza Vieja í Havana (HG2011)
Það eru engar tvær borgir eins og það er sannarlega engin borg eins og Havana á Kúbu. Aldrei hef ég komið á jafn þversagnakenndan stað. Hvergi er reisnin meiri og hvergi er niðurníðslan meiri. Fögur fyrirheit og jafnframt ömurlegar afleiðingar. Allt til alls en samt sem áður vöruskortur. Eldsneyti af skornum skammti og bílar einnig. Við þessar aðstæður virðast hjólreiðar þrífast vel. Havana er hjólreiðaborg og það á reyndar við um flestar borgir og bæi á eyjunni. Þrátt enga innviði og engar sérstakar aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Og þrátt fyrir vöruskort og að það sé erfitt að verða sér út um nýjan hnakk, þá er reiðhjólið þarfasti þjónninn fyrir marga íbúa í landinu.

Í Vinealis (HG2012)

No comments:

Post a Comment