Friday, March 23, 2012

Stamminn. Enn af Kúbu

Í Havana (HG2011)
Þessi stelpa hefur verið um fimm ára aldurinn. Hún hjólaði áhyggjulaus, að því er virtist, á götum Havana. Sjálfur hafði ég ekki miklar áhyggjur af henni enda afar lítil og hæg umferð í miðborginni.

Í Vinealis (HG2012)
Það er vöruskortur á Kúbu. Ég sá hvergi barnastóla en það kom ekki í veg fyrir að foreldrar hjóluðu með börnin sín. Neyðin kennir naktri konu að spinna segir máltækið og það á vel við þar í landi. Íbúarnir eru sérfræðingar halda við hlutum og smíða það sem ekki fæst í búðum. Það sést vel á öllum gömlu bílunum sem enn eru götunum og hafa verið frá því fyrir bylting. Hvað þá bögglaberi með ásetu - ekkert mál.

Í Vinealis (HG2012)
Ein af mínum uppáhalds myndum. Það verður ekki fallegra. Myndin þarfnast engrar útskýringar.

Í Vinealis (HG2012)
Dæmigerð borgarmynd í landi byltingarinnar.

No comments:

Post a Comment