Monday, February 21, 2011

Það er gott að hjóla í miðbænum


Austurgatan (das2011)
 Þrátt fyrir að höfuðborgarsvæðið hafi fyrst og fremst verið skipulagt út frá forsendum einkabílsins hafa áherslur verið að breytast á síðust misserum. Undanfarið ber meira á því að verið sé að skoða samspil reiðhjóla og hvaða leiðir séu bestar í þeim efnum: hjólastígar, hjólareinar eða hjólavísar?

Ég held að það sé engin ein lausn sem virki fyrir alla borgina. Austurgatan í Hafnarfirði er dæmi um götu sem engu þarf að breyta - þar er gott að hjóla. Það sama gildir um aðrar götur í miðbæ Hafnarfjarðar og Reykjavíkur reyndar einnig. Gamlir miðbæir henta vel sem samrými hjóla og bíla þar sem umferð er hæg og nægt pláss. Annað gildir hins vegar um umferðarþungar götur þar sem betur færi að leggja hjólareinar eða hjólavísa.

Mikilvægast er að hægt sé að tvinna saman ólíkum farartækum: Reiðhjólum, strætisvögnum og einkabílum, á þann hátt að gert sé ráð fyrir öllum og allir séu boðnir velkomnir í umferðina - ekki síst gangandi vegfarendur.

No comments:

Post a Comment