Friday, February 11, 2011

11.2.2011 Flosi

Flosi
Flosi er 20 mánaða Standard Schnauser og yngsti ábúandinn í Bjarnabæ. Við förum stundum í hjólatúr og þá má ég hafa mig allan við að halda í við hann. Einu sinni sem oftar fórum við félagarnar á klettaströndina við Herjólfsgötu og skoðuðum krossfiska og skeljar. Stundum étur Flosi e-ð í fjörunni og fær í magann. Það er ekki geðslegt og ég hóta að fara aldrei með hann aftur þangað. En þrátt fyrir allt þá erum við jafnan mættir daginn eftir enda hvorugur okkar sérstaklega staðfastur.

No comments:

Post a Comment