Thursday, February 17, 2011

16. feb. 2011

Myndin hér að neðan er tekin í Öskjuhlíðinni (að sunnan verðu) á þeirri leið sem ég kalla Leið 1. Þetta er að mínu mati fallaegasti leggur leiðarinnar sem tengir Bjarnabæ og Öskju. Á þessum stutta kafla (c. 300 m.) er ég skyndilega einangraður frá borgarumhverfinu á milli trjánna. Umferðarniðurinn hverfur, fuglasöngur tekur við og stöku kanínur skjótast yfir stíginn. Sannarlega náttúruvin í borginni sem annars er fátæk af slíkum stöðum.

Öskjuhlíð
En þetta er ekki samgöngubót fyrir þá sem hjóla. Þarna verður óþarfa hækkun og útúrdúr þegar stígurinn sveigir upp í hlíðina. Sem samgönguleið hefði verið eðlilegra að hjóla beint áfram, undir Öskjuhlíðinni og inn á Nauthólsveg. Óþarfa hækkanir tefja leið og "unaðs"-kafli sem þessi á ekkert skylt með samgöngum þó hann sé sannarlega til þess fallin að auka lífsgæði í borginni fyrir þá sem ganga.
Til hægri eða til vinstri?
Á loftmyndinni er leggurinn innan gula hringsins. Rauða línan sýnir þá leið sem stígurinn liggur en græna línan hvernig hefði verið eðlilegast að halda áfram.
Suðurvangi Öskjuhlíðar (ja.is)
? Kanski á skógurinn ekki að vera "lokaður" heldur "opinn" - sérstaklega í borg.

1 comment:

  1. Ég er þér hjartanlega sammála með þessa "óþarfa" brekku í Öskjuhlíðinni. Ég fer þarna um daglega og hún fer æ meira á taugarnar á mér. Það eru fleiri sérkennilegar brekkur hér og þar eins og til dæmis við suðurenda göngubrúarinnar yfir Hringbraut hjá Læknagarði. Ég fer reyndar um undirgöngin undir Flugvallarveginn á minni leið enda vinn ég í miðbænum. Þessi undirgöng virðast samt ekki þjóna mörgum þar sem það eru ómögulegar tengingar þegar í gegn um þau er komið nema fyrir þá sem eiga leið að Valsheimilinu. Þar að auki er búið að setja algjörlega snarklikkaða beygju á stíginn við norðurenda ganganna. Ég hef dottið þar illa og séð för í snjónum eftir fleiri byltur þar.
    Takk annars fyrir fínt blog.
    Skúli

    ReplyDelete