|
Hjólavísar á Hverfisgötunni |
Ég tók þessa mynd í haust og finnst hún lýsa vel því andrúmslofti sem ríkir á götunni. Þar á sér stað "þögult" samtal á milli vegfarenda um hvernig skuli skipta göturýminu. Umgengnisreglurnar eru settar með augnsambandi - ósjaldan í baksýnisspeglinum. Í flestum tilfellum ganga þessi samskipti vel fyrir sig og allir skilja sáttir. Stundum gerist hins vegar hið gagnstæða og einum finnst á sér brotið eða að sér vegið. Í götunni liggur svo viðleitni borgaryfirvalda til að greiða fyrir umferðinni.
No comments:
Post a Comment