Friday, February 18, 2011

Tengingin við Garðarbæ II: Miðhraun-Flatir

Ég hef áður fjallað um hversu illa nágrannasveitarfélögin Hafnarjörður og Garðarbær eru tengd fyrir þá sem kjósa að fara gangandi eða hjólandi á milli bæja (Tengingar við Garðarbæ I). Hér verður fjallað um leið tvö af fjórum: Miðhraun - Flatir um Hafnarfjarðarhraun. Það skal tekið fram strax í upphafi að Miðhraun er í raun í landi Garðarbæjar þannig að hér er ekki um eiginlega tengingu á milli sveitarfélaganna heldur innanbæjarstíg í Garðarbæ. Hins vegar er Miðhraun landfræðilega mun tengdara Hafnarfiði heldur en Garðarbæ.

Miðhraun - Flatir um Hafnarfjarðarhraun (ja.is)
Það er ekki langt síðan ég fann þessa leið og mig grunar að það séu ekki margir sem vita af henni. Ástæðan er sú að hún er kirfilega falin á milli verskmiðjuhúsa í iðnaðarhverfi þeirra Garðbæinga og engar merkingar sem vísa á hana. Þannig er hún ekki "eðlilegt" framhald af gatna- eða stígakerfi bæjarins.
Á myndinni hér að neðan má sjá höfundinn vísa á leiðina við Miðhraun

Tenging við Miðhraun (suður).
Leiðin er í sjálfu sér skemmtileg og falleg þar sem malbikaður stígurinn hlykkjast um hraunið. Að vísu þarf að gæta þess að beygjur eru krappar og ekki ráðlegt að fara hratt yfir í hálku. Leiðin er upplýst sem gerir hana hana öruggari fyrir vikið. Ég hef hins vegar ekki farið þarna um í myrkri.

Hafnarfjarðarhraun. Flatir í bakgrunni
Á leiðarenda blasa Flatirnar í Gbr. við og brú yfir Hraunkotslæk. Þá eru tveir kostir í boði: að halda inn á Flatirnar eða fylgja læknum niður að Stjörnuvellinum.

Við göngubrúnna yfir Hraunkotslæk (norður).
Sem fyrr segir er hér ekki um raunverulega tengingu milli Gbr. og Hfj. að ræða. Þetta er fyrst og fremst það sem ég kalla "unaðsstígur" þar sem áherslan hefur verið lögð á gangandi vegfarendur umfram aðra. Þannig er þetta ekki samgönguleið fyrir hjólandi þótt hún nýtist ágætlega sem slík.

Mesta furðu vekur að engar merkingar er til staðar sem benda leiðina við Miðhraun. Þannig fer hún framhjá flestum sem fara um og týnist í umvherfinu.

No comments:

Post a Comment