Á síðu þeirra félaga í Bjarti sá ég auglýsingu um samhjól á vegum Hjólamanna sem fram fer á sunnudaginn 6. feb. næstkomandi kl. 9:30.
" Farið verður frá Sprengisandi á mótum Bústaðaðvegar og Reykjanesbrautar og hjólaður hringur meðfram norðurströnd Reykjavíkur sem sýndur er á myndinni. Verður endað í veitingum hjá Kríu Hjól, Hólmaslóð 4 og er gert ráð fyrir að vera þar uppúr kl. 11.30. Hjólað verður í einum hóp upp í Víðidal og svo gert smá stopp við brúna yfir Elliðaárnar og hópnum skipt í tvennt eftir hraða. Þeir sem vilja fara hægar stytta hringinn og er sú leið merkt með bláu á myndinni. Viljum við hvetja menn til að njóta þess að hjóla í stórum hóp en láta þetta ekki breytast í keppni eins og stundum gerist."
Ég hef einu sinni farið í svona ferð og fannst það mjög skemmtilegt auk þess sem ég tók heilmikið á því. Þetta er því góð leið til að hjóla í góðum hópi brenna aðeins í leiðinni. ´
Ég skora á Davíð (nafna minn og vin) Ólafsson að gera e-ð í sínum málum og láta sjá sig.
Fjandans, ég skeit á mig..var reyndar að þjálfa í Reykjaneshöllinni á sama tíma..
ReplyDeletekv nafni