Thursday, February 3, 2011

3. feb. 2011

Snjókoma
Suð-vestan 4. m/s
-1 C°

Lagði af stað um kl. 9:15 og var lengi á leiðinn og mætti of seint í verkefnatíma hjá RT í ERII. Ekki gott það! Hins vegar var gaman að hjóla í snjónum og víða búið að ryðja stíga. Sérstaklega í Gbr. þar sem Silfurtúnið var til fyrirmyndar. Ég hafð mjög gaman að því hvað bæjarstarfsmaðurinn á snjóruðningstækinu hafði náð beinni línu. Sem gamall garðyrkjuverktaki þá þekki ég vel hversu mikla þjálfun þarf til að ná leikni á þessi tæki. Verst að ég var ekki með myndavélina á mér. Vonandi verður sami gæi á vakt næst þegar snjóar.
Að þessu sinn fór ég Skerjafjörðin í Fossvoginn á leiðinni heim. Það var ágætt að hjóla þar enda hafði stígurinn verið ruddur. Svo hafði Sjórin séð um að salta stóran hluta leiðarinnar þar flætt hafði yfir varnargarðinn. Aftur nagaði ég mig í handabakið fyrir að hafa ekki tekið myndavélina með.
Þegar ég kom í Fossvoginn, við Nesti eða N1, fauk aftur í mig. Sauðurinn sem hafði rutt götur í botni Kóp. hafði gert ser lítið fyrir og rutt snjónum inn á stíginn. Enginn fagmennska.
Um kvöldið hjólaði ég svo í Krikann á fund og á æfingu.

Ég fór hægt yfir í dag en hafði á köflum heilmikið fyrir því að komast áfram. Þrátt fyrir að færðin sé ekki upp sitt besta þá er gaman að hjóla í snjónum. Ég væri samt til í að vera á betri dekkjum, sérstaklega á leið upp brekkur.

Trip dist: 31.97 km.
Trip time: 2:04:00 klst.
Avg. speed: 15.46 kmh
Max spee: 31.70 kmh


No comments:

Post a Comment