Thursday, February 24, 2011

Gripaflutningar



Óskar (8 ára gamall english springer spaniel) er að verða fótafúinn og engan vegin sami reiðhundurinn og áður. Honum þykir gaman að fara með mér í hjólatúra en skrokkurinn er farin að segja til sín og hann hefur ekki í við okkur Flosa (tæplega 2 ára standard schnauzer). Það er hundleiðinlegt að fara með þá báða þar sem þeir eru á sitt hvoru tempóinu og jafn leiðinlegt að fara með Skara einan þar sem hann er dragbítur.

Hvað er til ráða?

Lausnina er finna í myndbandinu hér að ofan. Ég þarf að kaupa cargo hjól - setja Skara í skúffuna og binda Flosa við sætisstammann.

No comments:

Post a Comment