Monday, February 14, 2011

Alpha dog

Flosi við "Klettströnd"
Ég á tvo hunda: Óskar og Flosa, og þeim finnst báðum gaman að fara með mér í hjólatúr. Óskar er reyndar að verða of gamall og of þungur fyrir þessa túra. Þeir fá góða hreyfingu og sjá margt skemmtilegt og sjálfur situr maður í makindum á hjólinu.
Það eru til sérstakar tengingar, sem eru festar við sætis-stammann, en ég ef ekki fengið mér slíka græju og læt nægja að binda tauminn við stammann. Gæta þarf að því að hafa tauminn ekki of langan en heldur ekki of stuttann. U.þ.b.1 m. taumar hefur mér þótt henta best, þá er hundurinn í kjörfjarlægð frá hjólinu og ég hef góða stjórn á honum og hjólinu. Þá held ég að það sé best að venja hundinn á að vera alltaf sömu megin líkt og þegar þeir ganga við taum. Þannig eru við félagarnir a.m.k. öruggastir.


Flosi er meðal stór hundur um 15 kg. Þrátt fyrir það getur hann rykkt hressilega í. Ég get ímyndað mér að stærri og þyngri hundur geti hreinlega kippt undan manni hjólinu, sérstaklega i hálku.
Við tölum mikið saman þegar við hjólum. Það er mikilvægt svo að við séum í "sambandi" og séum báðir að stefna í sömu átt. Þannig segi ég "hægri" eða "vinstri" þegar við beygjum og "vóóóó" þegar við hægjum á okkur. Það þarf aldrei að hvetja Flosa til að gefa í og hann elskar þegar við fáum tækifæri til að auka hraðann.
Eitt þarf ég alltaf að hafa í huga og það er að Flosi (svo ekki sé minnst á Óskar) notar tækifærið til að skíta þegar við förum út saman. Ólíkt hestum á hann ekki auðvellt með skíta á ferð. Þá kippir hann í og reynir að stoppa en skítur um leið. Þegar þannig háttar er eins gott að hafa poka í vasanum.


Þó að Flosi og Óskar (þegar hann var upp á sitt besta) séu óþreytandi þá eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á þófana þeirra. Óskar er stærri og mun þyngri, um 36 kg., og þófarnir á honum hafa stundum verið sárir á eftir. Svo er alltaf þessi hætta að þeir stígi á glerbrot eða (óþolandi) svarf sem fellur til þegar bárujárn er skorið. Þetta svarf þekkja þeir sem hjóla reglulega og þurfa að gera við sprungin dekk.
Ég hef líka heyrt af því að menn setji hundana í kerrur eða séu með þá á sérstökum Cargo-hjólum. Það hentar örugglega þegar dýrin eru lítil eða orðin gömul.  "Tösku-hundum" er svo alltaf hægt að skella í körfuna eða í stýrirtösku. Aðal atriðið er að kenna hundinum listina að hlaupa með hjóli og að láta hann skilja að það ert þú sem stjórnar ferðinni en ekki hann. Þú ert Alpha-dog.

No comments:

Post a Comment