Thursday, February 3, 2011

Hjóladagbók 2. feb. 2011

Aftur gleymdi ég að taka stöðuna á veðrinu.

Ferðin til RVK var hefðbundin og ekkert óvenujulegt kom upp.
Á leiðinni til baka var hins vegar komin hríðarbylur og þegar þannig háttar er eiginlega nauðsynlegt að hafa einhvers konar hlífðargleraugu. Ég stoppaði í sjoppu í Hf. og splæsti ég á mig ódýrum sólgleraugum sem nýtast ágætlega í þetta.
Það hafði fennt í leiðina, en ekki svo að það hefði teljandi áhrif á aðstæður. Að vísu kom það fyrir í bröttum brekkum að ég spólaði þar sem snjórinn hafði þjappast og frosið. Ég ímynda mér að við þessar aðstæður sé gott að hafa nagla bæði að framan og aftan en ekki aðeins að framan líkt og ég geri.

Trip dist: 25.97 km
Trip time: 1:36:08 klst.
Avg. speed: 16.21 kmh
Max speed: 39.24 kmh

No comments:

Post a Comment