Wednesday, February 16, 2011

Tengingin við Garðarbæ I: Fjarðarkaup - Hraunhólar

Fjarðarkaupaplanið

Myndin hér að ofan er tekin á bílastæðinu hjá Fjarðarkaupum og sýnir eina af fáum göngu- og hjólaleiðum frá Hafnarfirði til Garðarbæjar. Á hverjum degi fara þarna um tugir ef ekki hundruðir manna og kvenna gangandi eða á hjóli. Þrátt fyrir það er í rauninni ekki gert ráð fyrir því: engar merkingar, engar gangstéttar, engir hjólastígar og helst ekki rutt þegar snjóar - miklu heldur að það sé rutt fyrir og á leiðina. Þá má líka spyrja sig að því hvort það sé eðlilegt fara inn á bílastæði hjá stóru verslunarfyrirtæki þar sem jafnan er mikil umferð.


Engidalur (ja.is)

Er ekki komin tími til að fóstbræðurnir Hafnarfjörður og Garðarbær taki sig saman um að skipuleggja hvar og hvernig hægt er, með góðu móti, að komast gangandi eða hjólandi á milli bæja?

No comments:

Post a Comment