Skólamölin við Lækjarskóla (das2011) |
Skólamölin er nefninlega ekki síður merkileg en húsið sjálft. Þar stigu margar af skærustu íþróttastjörnum bæjarins sín fyrstu skref: Geir Hallsteinsson, Kristján Arason og Þorgils Óttar, svo einhverjir séu nefndir. Í gamla íþróttahúsinu við skólann er "vagga handboltans" í Hafnarfirði og það vita allir sem eitthvað vita um handbolta að sú grein á rætur sínar að rekja í Hafnarfjörð. Auk þessa var þjóðhátiðardagurinn haldin hátíðlegur þar til margra ára. Þannig er skólamölin samofin bæjarumhverfinu og sögu Hafnarfjarðar sem þéttbýlis.
Ég er þeirrar skoðunar að þar sé farið illa með eitt sögufrægasta leik- og útivistarsvæði bæjarbúa í Hafnarfirði. Allt fram undir það síðasta var skólamölin mikið notuð og þar stóðu leiktæki, körfur, bekkir og mörk. Því hefur nú meira eða minna öllu verið rutt úr vegi svo koma megi fyrir bílum þeirra sem starfa í Tónlistarskóla HF. (sem að hluta er starfræktur í íþróttahúsinu) eða sækja aðra starfsemi sem fram fer í húsinu. Þar með hefur sagan verið fótum troðin í einni svipan - klippt á hefðina og eina leiksvæðinu í miðbænum verið eytt.
Sú er allt of oft raunin með staði og menningarminjar í bænum. Skipulagsyfirvöld hafa einstakt lag á að leiða hjá sér söguna og hefðina í þeim tilgangi að svara skammtímahagsmunum.
Er ekki komin tími til að við látum íbúana ganga fyrir bílunum?
Er ekki komin tími til að við séum stolt af sögu okkar og arfleifð í Hafnarfirð?
Ég legg til að skólamölin við Lækjarskóla verði aftur færð til vegs og virðingar og endurgerð með þarfir íbúa í bænum að markmiði en ekki bíleigenda.
Hjartanlega sammála!
ReplyDeleteÞarna á að vera miðpunktur í útivist í miðbænum, leiktæki, jafnvel sparkvöllur fyrir aftan skólann.
Hugsaðu þér stemminguna á sparkvelli fyrir aftan skólann á kyrru sumarkvöldi!
kv
Árni Guðna
Tek undir þetta með þér Davíð, þetta er sorglegt og sorgleg þróun. Vona að þessu verði breytt til fyrri vega og að börn sem og fullorðnir geti nýtt þetta svæði til hreyfingar ýmiskonar
ReplyDeleteTónlistarskólinn notar reyndar ekki fleiri stæði en þessi 4-5 sem eru upp við leikfimishúsið, enda eru fáar stofur þar og nánast engir nemendur á bílum. Megnið af bílunum sem eru þarna, er á vegum Námsflokkanna (sérstaklega á kvöldin) og þeirrar starfsemi sem er í gamla skólahúsinu - eftir því sem ég best veit.
ReplyDeleteVera lærði að hjóla þarna á þessu plani og þangað fórum við oft til að hjóla, því þarna er gott malbik og um helgar engir bílar.
ReplyDelete:)
Erla