Hefðbundin leið í morgun. Lagði af stað um 8:00 og var komin um 8:40. Ekkert markvert gerðist á leiðinni og mér gekk vel án þess að vera eitthvað að leggja á mig.
Ég ákvað að koma við í Ármúlanum og í Skeifunni á leiðinni heim. Leiðin varð því nokkuð lengri en venjulega. Frá Skeifunni fór ég Grensásveginn, yfir Bústaðaveginn og niður í Fossvoginn, yfir göngubrúna og út fyrir Kársnesið. Þaðan yfir Arnarnesið, gegnum Sjálandið og heim.
Um kvöldið fór ég svo með hundana í taumi vestur í bæ. Ég sleppti þeim lausum á útivistarsvæði við Herjólsfsgötu og hélt svo heim.
Hugleiðingar
Af hverju get ég ekki farið í suður þegar ég kem yfir hjólabrúnna yfir Kringlumýrarbraut að austan????
Gulu línurnar á myndinni hér að ofan sína leið mína úr Fossvogsdalnum í austri, yfir Kringlumýrarbraut. Ef ég ætla mér í suður, í átt að Kópavogi, þarf ég að staulast brattan troðning (meðfram þrepum fyrir gangandi vegfarendur) sem hefur myndast af dekkjum þúsunda hjólreiðamanna.
Tek mynd af þessu á morgun og útlisti frekar.
Trip dist: 42.02 km
Trip time: 2:27:44 klst.
Avg. speed: 17.08 kmh
Max speed: 42.89 kmh
Sæll Davíð.
ReplyDeleteÞað er alltaf gaman að lesa hjólablogg. Ég ætla að leyfa mér að bæta slóðinni á bloggið þitt inn á mitt, vona að það sé í lagi þín vegna.
Ég hjóla til og frá vinnu innan Reykjavíkur og á það til að blogga um það, þó bloggið mitt sé ekki eingöngu hjólablogg. Hlakka til að lesa meira hjólablogg hjá þér.
kv. Bjarney
Sælir,
ReplyDeleteÞú kemst undir göngubrúnna austanmegin (hægra megin við brúnna) og meðfram Hafnarfjarðarvegi á malbikuðum stíg og svo smellir þú þér til hægri undir Hafnafjarveginn og inn á Nýbýlaveg þá losnar þú við þessa leiðindar brú yfir Hafnarfjarðarveginn. Tékkar á því næst. Kveðja Helgi Hinriks
Takk fyrir þessar upplýsingar Helgi. Ég prófa þessa leið næst.
ReplyDeleteÞað er sannur heiður að sjá þig á þessu bloggi Bjarney. Hjólablogg er sérstakt félagsfræðilegt fyrirbæri sem þarfnast rannsóknar. Það er kanski efni í doktorsrannsókn fyrir mig?