Tuesday, February 8, 2011

Þeir vilja ryðja í Kóp. og RVK.

Ég hjólaði að venju í morgun þrátt fyrir að það væri nokkuð snjóþungt. Á leið minni frá Bjarnabæ í HÍ er áberandi hversu vel eða illa sveitarfélögin ryðja götur og göngustíga.

Í Hafnarfirði virðist metnaðurinn vera afar lítill fyrir því að hafa götur og göngustíga vel rudda hvað þá sandaða. Ég fór í langan göngutúr um bæinn með barnavagn í gærdag og átti engan annan kost heldur en að ganga á götunum. Það átti jafnt við um íbúagötur og þungar umferðagötur eins og Rekjavíkurveginn (þar sem ég skeytti engu um bílaröðina sem myndaðist fyrir aftan mig). Göngustígar höfðu lítið sem ekkert hafði verið ruddir, heldur bætt á með með því að moka af götum upp á göngustígana og gangstéttar. Það sem mesta athygli mína vakti var að ég varð ekki var við eina vél að störfum á þeim tíma sem ég var á ferli. Kanski bara tilviljun enda var ég ekki í alfaraleið heldur á Suðurgötu, Lækjargötu, Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Flatahrauni, Sléttahrauni, Arnarhrauni, Álfaskeið, Mánastíg og Tjarnabraut.
Ekkert hafði breyst þegar ég lagði af stað í morgun í bænum og engin annar kostur en að ganga og hjóla á götum.

Þegar ég kom í Garðarbæ var ástandið einnig slæmt. a.m.k. frá Fjarðarkaupum að Silfurtúni sem reyndar var til fyrirmyndar miðað við aðstæður. Arnarnesið var hins vegar ekkert spes.
Þegar komið er í Kópavog breytist allt til batnaðar og rúmlega það. Mikið hefur verið lagt í að ryðja og sanda leiðir fyrir gangandi og hjólandi þar á bæ. Það sama gildir um Reykjavík, a.m.k. á minni leið. Frá Kópavogslæknum og að HÍ er aðstæður eins og best verður á kosið og sveitarfélögunum til sóma.
Líklega bíða menn eftir því að það hláni í Hafnf. og Gbr. enda skilst mér að það eigi að hlýna í dag og næstu daga.

No comments:

Post a Comment