Tuesday, March 1, 2011

Opin fundur um bættar hjólreiðasamgöngur í Hafnarfirði

Eftirfarandi auglýsingu er að finna á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar: http://www.hafnarfjordur.is/. Ég skora á alla sem láta sig málið varða að mæta og koma fram með hugmyndir. Einnig vil ég ýtreka að hægt er að koma á framfæri ábendingum og hugmyndum á heimasíðu bæjarins.

Bæjarbúum er boðið á opinn fund í Lækjarskóla ,fimmtudagainn 3. mars frá kl. 19.30 - 21.00, þar sem hægt er að koma með ábendingar og tillögur varðandi hjólreiðamál í Hafnarfirði. 
Markmiðið með fundinum er að leita leiða til að bæta hjólreiðasamgöngur í bænum.

Fjögur  meginumræðuefni verða á fundinum ásamt umræðuborðum með hópstjórum sem leiða umræðuna.
  • Samgönguhjólreiðar
  • Frístundahjólreiðar
  • Tengingar hjólaleiða
  • Hjólafærni og öryggi hjólreiðamanna
 Allir þeir sem láta sig þessi mál varða eru hvattir til að koma og hafa áhrif.

Það er einnig hægt að koma með ábendingar hér á heimasíðu bæjarins og eins á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is

Auglýsing á heimasíðu HF

No comments:

Post a Comment