Fréttablaðið 30. mars. 2011 |
Hér er væntanlega átt við "bláa-stíginn" sem liggja á um sjávarsíðuna á hbs. frá Straumsvík að Mógilsá. Stíg sem að öll sveitarfélögin á hbs. hafa sameinast um að leggja á komandi árum. Seltjarnarnes og Kóp. hafa nánast lokið sínum hluta og RVK er langt komin. Hfj. og Gbr. hafa þegar lagt kafla en mikið verk er óunnið. Álftanes hefur hins vegar ekkert gert í sínum málum og mér er ekki kunnugt um hvar Mosfellsbær stendur.
Sú ákvörðun að ráðast í gerð stígsins er djörf enda hefur verkið verið unnið á löngum tíma. Hins vegar hefur framkvæmdunum verið vel tekið og stígarnar mikið notaðir af útivistarfólki en ekki síst hjólreiðamönnum. Þrátt fyrir að stígurinn sé fremur hugsaður sem útivistarstígur þá er hann ein helsta samgönguæð þeirra sem hjóla. Á hverjum degi fara um stíginn mikill fjöldi samgönguhjólreiðamanna sem vilja síður hjóla í umferðinni.
Innihald greinarinnar dæmir sig sjálft. Fréttin vekur máls á augljósu viljaleysi bæjarstjórnar í Gbr. til að framkvæma eða a.m.k. ákveða að leggja stíginn fyrir Arnarnes. Höfundur vitnar í Auði Hallgrímsdótt sem segir að hún telji "málið mikilvægt fyrir alla bæjarbúa (Gbr.)" en ég vil meina að málið sé mun stærra en svo og varði alla íbúa hbs. Ég tel að það sé löngu tímabært að hbs. verði eitt skipulagsstig og hrepparígur og heimótt verði útilokuð þegar kemur að skipulagningu byggðar í borginni. Hagsmunir heildarinnar verða að ganga fyrir sérhagsmunum íbúa við sjávarlóðir í Arnarnesi.
No comments:
Post a Comment