Wednesday, March 9, 2011

9. feb. 2011

Það er erfið færð á götum borgarinnar þessa stundina og leiðir illa ruddir. Ég bregð á það ráð þegar svona árar að skilja hjólið eftir heima og nota Strætó.

Strætó hendar mér frábærlega og ég verð að segja að ég skil ekki háskólanema í Hf. sem keyra í skólann alla daga - sérstaklega núna þegar bensínlítrinn er komin í hæstu hæðir eða  236.- eftir hækkanir dagsins. Leið 1 leggur af stað við Fjörð í miðbæ Hf. og stoppar við gömlu Félagsmiðstöð Stúdenta við Hringbraut. Ferðalagið frá BB er um 35 en það er ekki alltaf svo gott þegar ég fer á bílnum.

Ferðin á bíl tekur að meðaltali um 20-40 mín. eftir færð og traffík. Í strætó er ferðin sjaldan lengri en 35 mín. og á hjólinu er ferðin um 35-45 mín. Hver er þá ávinningurinn af því að fara á bílnum nema maður virkilega þurfi á honum að halda? Er fólk búið að gleyma því að það kostar tæpa 1.000.000.- að reka vísitölubílinn á ári í dag? Vissulega kostar að fara í strætó en ef þú kaupir miða, mánaðar- eða árskort þá er samanburðurinn ójafn við bílinn. Og hjólið er ekki ókeypis - að því gefnu að þú þurfir að kaupa nýtt hjól. Nýtt hjól borgar sig upp á fáeinum mánuðum og eftir það er rekstrarkostnaðurinn óverulegur og alls ekki samanburðar hæfur við bíl.

Ég er ekki að segja að fólki að selja bílinn sinn og hjóla eða nota strætó. En staðreyndin er sú að stærstur hluti okkar ferða eru stuttar ferðir - innan við 4-5 km. Mestan hluta þessara ferða erum við að keyra að óþörfu. Með því að ganga eða hjóla erum við að spara stórfé. Varðandi lengri ferðir þá koma dagar þar sem bíllin er alveg nauðsynlegur. En margar af þessum ferðum er einnig hægt að hjóla eða fara með strætó ef viljinn er fyrir hendi.

No comments:

Post a Comment