Monday, March 28, 2011

28.mars 2011

Ég var ekki að flýta mér í morgun og fór fyrir nes og voga. Veðrið var frábært og vorið að brjótast fram. Ég varð ekki var við lóuna en hins vegar: gæsir, álftir og æðafugl. Í Sjálandinu hafði virðulegur eldri maður vaðið þangið upp að ökklum til að gefa fuglum brauð. Fuglarnir voru furðu spakir og hugsanlega var þetta ekki fyrsta stefnumótið sem þeir áttu við manninn. 

Fuglamaðurinn í Sjálandinu (HG2011)
Norðanmegin á Kársnesinu er göngubrú sem að mér þykir vel heppnuð. Brúin er einfalt mannvirki sem fellur vel að landslaginu og það er gott að hjóla yfir hana.

Göngubrú í Kársnesi (HG2011)

Félagarnir (HG2011)
Ég tók þá stóru ákvörðun að taka vetrardekkin undan hjólinu í vikunni. Vorið er komið og engin ástæða til að vera lengur negldum.

No comments:

Post a Comment