Tuesday, March 1, 2011

Húsin í leiðinni

Þá er komið að næsta húsi í leiðinni: Nauthóll í Nauthólsvík
Nauthóll (das2011)
Ég get ekki sagt að mér finnist þetta sérstaklega fallegt hús en fyrir hvar það er, og hvað það er, þá er þetta eitt af mínum uppáhalds húsum. Húsið er frábærlega staðsett á besta stað við hjólreiðastíginn í Nauthólsvík og Nauthólsvíkina sjálfa, sem að mínu mati er eitt besta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Í Nauthól er hægt að fá fínan mat á ágætis verði - ég hef sannreynt það. Eini gallinn við staðinn er sá að hann virkar ekki sem áningarstaður fyrir þá sem hjóla vegna þess að þetta eiginlega of "fínn" staður. Þannig er þetta ekki svar við ósk minni um stað fyrir þá sem hjóla eða ganga með hundana sína eins og lýsti í færslu hér að neðan. En sem ressi: á frábærum stað, í skemmtilegu húsi með útsýni við gott útivistarsvæði; þá er þetta frábær staður. Það er nefninlega lítið um þjónustu á útivistarsvæðum - hvað þá veitingasölu.
Nauthólsvík (ja.is)

No comments:

Post a Comment