Thursday, March 3, 2011

Hringjarinn frá Notre-Dame

Líkt og Hringjarinn frá Notre-Dame, sem fannst sem ungabarn á tröppum kirkjunnar, þá fann ég þennan aldna hnúfubak við hliðið að Bjarnabæ í gærdag. Hvort það tíðkist enn að skilja munaðarlaus hjól eftir við heimili þar sem vitað er að það fær góðar móttökur skal ósagt látið, en ég færði höfðingjann inn fyrir hliðið og stillti honum upp þar sem hann blasir við hverjum þeim sem gengur Suðurgötuna. Hann er í góðu standi og mér þætti sárt að sjá hann ekki á götunum að nýju. Það er augljóst að hjólinu hefur verið haldið vel við og að einhverjum hefur þótt vænt um það.

Hér með er lýst eftir eigandanum og honum boðið að koma og sækja gripinn og jafnvel þiggja kaffi. Verði hann ekki sóttur mun ég koma honum í örugga geymslu.

Trek 930 Singletrack 199? (HG2011)


No comments:

Post a Comment