Friday, January 7, 2011

Mælir

Ég er þeirrrar skoðunar að það að hjóla sé einfaldur lífsstíll. Hjólið sjálft þarf ekki að kosta mikið og fatnaður og útbúnaður á að vera í lágmarki. Það að hjóla er jafn sjálfsagður hlutur og að ganga eða að keyra og það þarf ekki að setja sig í neinar "stellingar" áður en sest er á bak. Þrátt fyrir þessar göfugu hugmyndir hef ég aldrei átt dýrara og fullkomnara hjól heldur en í dag. Ég er líka vel útbúin og Lycra (-aður) frá toppi til táar. Þannig er ég í hrópandi andsögn við sjálfan mig og því sem ég held fram. En það kemur ekki til af ástæðulausu. Staðreyndin er sú að þegar maður hjólar t.t. langar vegalengir daglega er betra að vera vel útbúin á góðu hjóli. Það skilja þeir sem reynt hafa.

Í dag lét ég verða að því að kaupa hraða- og kílómetramælir. Fyrir valinu varð Sigma BC1009 sem fæst á 4990.- í GÁP. Mælirinn býður upp allt það sem ég sækist eftir:

- Km. frá upphafi
- Km. stakra ferða
- Hraði
- Meðalhraði stakra ferða
- Klukka
- Ofl. sem skiptir minna máli í augnablikinu.

Tilgangurinn helgar meðalið. Ég hef í hyggju að halda hjóladagbók þar sem ég skrái niður ferðir mínar: kílómetra á dag, tímann og meðalhraðann. Um leið mun ég skrá niður það markverðasta sem á vegi mínum verður og hugrenninga tengda hjólreiðum. Við það verður til gagnabanki sem hugsanlega getur nýst mér við rannsóknarverkefnið. Hvernig, er en ekki ljóst en mestu máli skiptir er að byrja og sjá hvert það leiðir mig.

Ég lýsi hér með eftir hugmyndum og skoðunum. Eins væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefur reynslu af notkun mæla eða hefur haldið hjóladagbók.

1 comment:

  1. Sælir
    Mæli með því að þú byrjir að nota http://hlaup.com hlaup.com er opin hreyfingardagbók og ekki einvörðungu fyrir hlaupara. Ég hef notað þessa síðu frá því að hún fór í loftið 2008 og er með öllu ókeypis og verður það áfram að sögn höfundar. Þú getur haft prófíl þinn opinn öllum eða lokaðan (einungis samtölur birtast í listum og sýnilegar öllum). Á einfaldan hátt er hægt að taka samtölur ársins út í excel, html eða xml skjal. Það er valmöguleiki að setja inn tegund skóbúnaðar þann möguleika er gott að nýta fyrir hjól ef þú átt fleiri en eitt hjól og passar upp á að skrá inn það hjól við innsetta æfinguna ertu með samtölur yfir farna km á umræddu hjóli.
    Ég nota Garmin Fourerunner 305 með púlsmæli sem hjálpar mikið við æfingar ef æft er eftir fyrirfram ákveðnu álagi. Á einfaldan hátt er hægt að flytja út æfingar og flytja inn í æfingadagbók hlaup.com
    Kveðja
    Helgi Hinriks

    ReplyDelete