Friday, January 14, 2011

Hjóladagbók 14. jan.

Lítils háttar rigning
Austan 4 m/s
Hiti 4°C

Lagði t.t. seint af stað í dag eða um 12:15. Verkefni dagsins var að vera viðstaddur meistaravörn í HR hjá þjóðverja sem heitir Sebastian Peters og fjallaði um samrými (e. shared space) og möguleika þess fyrirbæris í RVK. Viðburðurinn var áhugaverður og ég verð að segja að Sebastian var skemmtilegur og kastaði fram nokkrum góðum pælingum.

Ferðinn inn eftir gekk ágætlega og ég var ekki nema 37 mín. á leiðinni, sem er ágætt miðað við aðstæður. Að vísu fór ég óhefðbundna leið; Strandgötuna og Reykjarvíkurveginn, um Engidal í Garðarbæ og inn á Silfurtún. Þegar þangað var komið var ég á kunnuglegum slóðum
Á leiðinni til baka stoppaði ég í HR og hlýddi á vörnina. Þegar komið var í Hafnarfjörð stoppaði ég í Ofice one og keypti Andrésblað fyrir Rósu. Þaðan fór ég til Ömmu og horfði á fyrri hálfleik í landsleiknum (Ísl-Ung á HM í handbolta) og síðan á æfingu. Þjálfaði tvo flokk og loks hélt ég heim.
Meðalhraðinn var ekkert sérstakur í dag og hefði getað verið mun betri þar sem aðstæður voru góðar. Ég fylgdi hins vegar Björk heim af æfingu þar sem hljóp og ég hjólaði. Krakkinn er í tudda standi og skokkaði fyrirhafnalaust heim. Vel gert Björk.

Ég fékk að venju einhverja frábæra hugmynd á leiðinni en gleymdi að skrá hana hjá mér. Vonandi kemur hún aftur í næstu ferð. Það er nefninlega þannig að á hjólin frelsa ég hugan undan daglegu amstri og fæ oftast snilldarhugmyndir. Synd hvað margar af þeim glatast um leið og stíg af baki.



Trip dist: 27.11 km. (til og frá ...með sjá úturdúr)
Trip time: 1:36:00
Avg. speed: 16.94
Max speed: 48.31

No comments:

Post a Comment