Monday, January 3, 2011

Less is more

Notkun nagladekkja meðal hjólreiðamanna hefur færst í vöxt á undanförnum árum. Sjálfur lét ég verða að því, í fyrsta skiptið, nú í haust að kaupa nagladekk og setja undir en aðeins að framan. Ástæða þess að ég setti naglana aðeins að framan er sú að þunginn og jafnvægið er meiri i fram dekkinu. Auk þess eru nagladekkin dýr eða á bilinu 7-10 þús. samkvæmt óformlegri könnun á netsíðum helstu hjólreiðaverslana á höfuðborgarsvæðinu. Ég verð hins vegar að viðurkenna það að þrátt fyrir að mér finnist leiðinlegra að hjóla með nagla þá eykst öryggið til muna.
En það eru fleiri möguleikar .Mér voru sendar myndir af hjólasíðu, Dutch bike Co. , þar sem farin er óhefðbundin og ódýr leið við að auka veggrip dekkja i snjó og hálka.Ég hef ekki reynslu af þessari lausn en strappar eru ódýrir og fáanlegir í öllum helstu byggingavöruverslunum.

No comments:

Post a Comment