Saturday, January 1, 2011

Grein: Stálið er málið


Skömmu fyrir jól rakst ég á grein í British Medical Journal: Bicycle weight and commuting time: randomised trial.

Í greininni gerir höfundurinn, J. Groves (2010) grein fyrir tilraun eða rannsókn sem fólst í því að bera saman: gamlan stál-fák sem hann keypti notaðan, við nýtt carbon-hjól. Niðurstaða hann var sú að enginn munur var hraða og þægindum. Ef eitthvað, þá var gamla hjólið þægilegra í notkun :
A lighter bicycle did not lead to a detectable difference in commuting time. Cyclists may find it more cost effective to reduce their own weight rather than to purchase a lighter bicycle.
Greinin er gott innlegg í umræðuna um græjur og kostnað við hjólreiðar. Margir telja að það þurfi dýr og fullkomin hjól til að ferðast hratt og örugglega á milli staða. Niðurstöður Groves gefa annað til kynna. Hann gerir þó ekki lítið úr ánægjunni af því að kaupa nýtt hjól en bendir þó að raunveruleg þörf fyrir hágæða hjól sé lítil. Hann tengir svo þess þörf við aulýsingamennsku og markaðssetningu:
 Given these findings, why then do so many of us buy “performance” bicycles? Marketing must shoulder some of the responsibility.
Þrátt fyrir að greinin sé frekar stutt kom hann inn á áhugaverða punkta. Í yfirferð sinn sagði hann frá áformum breskra stjórnvalda sem miða að því að hvetja starfsmenn til að hjóla, til og frá vinnu (Cycle to work program), með það að markmiði að stuðla heilbrigðari ferðamáta og minnka mengun: 
„promote healthier journeys to work and reduce environmental pollution“.
Hann kom einnig inn á menningarlegt- eða félagsfræðilegt fyrirbæri sem hann kallar MAMIL (midle aged man in lycra). Þetta fyrirbæri hef ég áhuga á að kynna mér frekar og sjá hvort að það finnst hér á Íslandi. Það snerti umræður og hugmyndir um „græjuvæðingu“ í tengslum við hjólreiðar.


No comments:

Post a Comment