Wednesday, January 12, 2011

Umferðaröryggi og útbúnaðarárátta 2/2

Í mínum huga er það svo að hver og einn á rétt á að velja í hverju hann hjólar. Viljirðu Lycra þig frá toppi til táar þá er það fínt. Viljirðu renna á jakkafötunum þá er það líka fínt. Og viljirðu hjóla hjálmlaus á stuttbuxum í töflum og bera á ofan þá er það líka allt í lagi. Aðal atriðið er að fatnaður og útbúnaður er engin fyrirstaða. Hjólið verður að verður sjálfsagður og fyrirhafnarlaus hluti af daglegu lífi ef að hjólreiðar eiga að ná fótfestu sem samgöngumáti. Allt of margir líta á það sem vesen að hjóla og telja að það þurfa að eiga dýrt og fullkomið hjól. En það er alls ekki svo. Hjólið er í eðli sínu ekkert öðruvísi en sláttuvél eða brauðrist. Við notum þessi tæki á hversdaglegan hátt og þetta eru eðlilegir hlutir í umhverfinu en ekki gestir eða fyrirbæri.

No comments:

Post a Comment