Wednesday, January 12, 2011

11. jan. Hjóladagbók

Hjólaði í skólann í gær en gafst ekki tækifæri til að færa inn ferðina fyrr en í dag.

Aðstæður voru þokkalegar; hálfskýjað, norðan gola og -8°. Leiðin inn eftir gekk þokkalega og ekkert markvert gerðist. Á leiðinni til baka varð ég hins vegar að gefa svolítið í af því að ég var að verða of seinn að þjálfa í Afreksskólanum. Það markverðasta gerðist fyrir fram HR þegar ég flaug á hausinn í hálku. Gangstéttar fyrir framan bygginguna eru steyptar og rennisléttar. Ég tók skarpa beygju og missti gripið með þeim afleiðingum að ég datt á síðuna. Vont! Eftir að hafa staulast á fætur hjólaði ég vandræðalaust heim.

Hugleiðingar
Hvað er þetta með þetta risastóra bílastæði við HR? Hvernig tíma borgaryfirvöld að fórna þessu stóra landssvæði á "besta" stað í borginni við eitt helsta útvistarsvæðiði borgarbúa undir malbik og bíla. Stæðin eru líka sjaldan ef nokkurn tíman fullnýtt. Auk þess eru hjóla- og göngustígar úr öllum áttum að skólanum auk þess að strætó gengur heim að dyrum. Ég skil þetta ekki og vona að einn daginn verði þessu flett af.

Statistic (til og frá)
Total trip: 27.27 km.
Total time: 93:49 mín
Avg. speed: 17:45
Max speed: 41:41

No comments:

Post a Comment