Hér er að finna finna safn göngu-, hjóla- og skokkleiða í Hafnarfirði. Kortið hér að ofan sýnir hjólaleiðakortið sem, þegar smellt er á tengilinn, er hægt að stækka og skoða nánar. Kortið er ekki gallalaust en það sýnir ágætlega hversu auðvellt og gott er að hjóla í bænum. Það er nefnilega útbreiddur misskilningur að það sé ekki gott að hjóla í Hafnarfirði vegna þess að þar skorti innviði líkt og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Staðreyndin er hins vegar sú að allir innviðir eru til staðar. Í bænum eru götur, göngustígar og gangstéttir. Hjólið er þess eðlis að það er heimilt að hjóla á nánast hvar sem er svo lengi sem að ekki verði eignaspjöll eða öðrum stefnt í hættu. Um það gildir heilbrigð skynsemi.
Annars þótti mér skokkleiðakortið nokkuð gott og sannarlega vel til þess fallið að hvetja til skokks (ekki að það þurfi um þessar mundir) og gæti reynst sem hugmyndabanki fyrir einhverja. Önnur kort sýna gamlar og klassískar gönguleiðir um bæinn og upplandið.
Þegar allt kemur til alls eru kortin fín og aðgengileg á einum stað. Ég hvet fólk til að kynna sér kortin og nota þau. Fólk kynnist nýjum leiðum, hjólandi eða á fæti, og fær dýpri skilning á landslaginu og búsetunni í bænum og upplandinu.
No comments:
Post a Comment