Friday, April 13, 2012

Af hnökkum


Það mætti halda að þetta virðulega fræðiblogg væri að breytast í fjölskyldualbúm. Svo er þó ekki. Allar eru myndirnar teknar í hjólatúrum (og hjólatúrar eru sannarlega fræðilegir), oftar en ekki í hesthúsið hans afa Stebba þar sem hann heldur til ásamt tengdaforeldrum mínum. Fjölskyldan nær vel saman í hnakki, hvort heldur sem á hjóli eða hestbaki.

Það er margt líkt með því að sitja á hjóli og á hesti, fyrir utan þá augljósu staðreynd að hjólið er lífvana samsuða málma en hestar sprelllifandi og af ætt spendýra. Útivistin er sú sama og ferðhraðinn álíka. Og svo eru það hnakkarnir, hjólreiðamenn og hestamenn sitja í hnakki. Að vísu er hestahnakkur mun dýrari heldur en hnakkur á hjól. Því fékk ég að kynnast þegar keyptur var hnakkur fyrir hestastelpuna í fjölskyldunni af því tilefni að hún staðfestir skýrnina á næstu dögum. Sjálfur þarf ég að skipta um hnakk á hjólinu mínu enda sá gamli farin að láta verulega á sjá. Mér reiknast til að sómasamlegur hnakkur á hjól kosti um 1% af sómasamlegum hnakki á hest. Við vorum þó sammála feðginin um mikilvægi góðra hnakka fyrir rass, læri og bak en ekki síst ánægjuna af því að sitja í nýjum og hnakki.

Myndbandið hér að ofan var tekið á um Páskana við hesthúsið hans afa í Hlíðarþúfum. Þar má sjá þær Björk (14) og Rósu (5) koma skeiðandi í hlað á Júpiter og Hrappi. Fyrir hestaáhugafólk þá hef ég ekki hugmynd um hvaðan þeir eru ættaðir. Hitt veit ég og get stafest að stúlkurnar eru dætur mínar, ættaður úr Bjarnabæ.

No comments:

Post a Comment