Saturday, April 21, 2012

Gúrkutíð

Það er lítið um að vera á daglegum leiðum mínum um þessar mundir. Vissulega er sumarið komið en að öðru leiti er fátt markvert. Nema kannski í Garðabænum en þar er verið að leggja nýtt gervigras á aðalvöllunni og æfingasvæðið. Það er mér reyndar hulin ráðgáta að lið eins og Stjarna, sem virðist vera að festa sig í sessi sem alvöru lið, skuli veðja á gervigras fyrir aðalvöllinn. Fótbolti er íþrótt sem að á að spila á grasi en ekki gervigrasi og leikmenn vilja spila á grasi. Held að Stjarnan sé að veðja á rangan hest.

Stjörnuvöllurinn í Garðabæ (HG2012)


No comments:

Post a Comment