Monday, May 7, 2012

Landfræði á hjólum


Staldrað við á Ingólfstorgi (HG2012)
HÍ og Ferðafélag Íslands standa fyrir ferðum sem kallast "Með fróðleik í fararnestinu". Um liðna helgi var hjólaferð í leiðsögn landfræðingsins Karls Benediktssonar undir fyrirsögninni "Borgarlandið með augum landfræðinga". Um 55 tóku þátt í 2 tíma ferð, um 8,5 frá Öskju, um Hljómskólagarðinn, að Ingólfstorgi, út á Faxagarð, að Hlemmi, Landspítalanum og loks í Nauthólsvík. Ferðin tókst vel og víðfróður Karl var með góða framsögu á völdum stöðum. Gott veður jók enn frekar á ánæguna, þótt heldur hafi veirð kallt í fyrstu. Frábært framtak sem vonandi verður framhald á.

No comments:

Post a Comment