Það hefur heillað mig hvernig hjólreiðamenn fara sínar eigin leiðir óháð aðstöðu fyrir hjólreiðafólk í borginni. Þannig hjóla hjólreiðamenn á móti einstefnu, á gangstéttum, á götum, göngustígum og yfir grasbala svo dæmi séu tekin. Allt eftir því hvaða leið þeir eru að fara og hvað reynist greiðfærast.
Myndin hér að neðan var tekin fyrir tæpu ári síðan og sýnir hvernig hjólreiðamenn hafa markað sín spor í jörðina við Nauthólsveg
|
(Slóðamyndun við Nauthólsveg HG2010) |
Á leið minni í Öskju í morgun rak ég svo augun í nýlega framkvæmd á sama stað. Svo virðist sem að samgönguyfirvöld í borginn sé með á nótunum og bregðast við á viðeigandi hátt. Þar hefur nú verið byggt upp undirlag fyrir samgöngustíg, væntanlega ætlaðan gangandi-og hjólandi vegfarendum, sem síðar verður malbikað.
|
(Framkvæmdir við Nauthólsveg HG2011) |
Ef að samgönguyfirvöld er næm fyrir þörfum gangandi- og hjólandi vegfarenda geta þessir aðilar þróað samgöngnet borgarinnar í sameingu byggða reynslu þeirra sem nota. Oft hefur manni einmitt fundist sem að sú reynsla sem þegar er til staðar sé virt að vettugi við hönnun borgarumhverfisins. Vel gert!
Ástæðan fyrir þessum óskastíg ( tekið frá Gísla Marteini ) er að undirgöngin sem þarna eru fóru undir ranga götu, þau áttu að liggja þaðan sem þau eru og koma út við nauthólsveginn. Hönnunarmistökin sem voru gerð þarna voru að gera ráð fyrir því að allir væru annaðhvort að fara í Val eða koma þaðan.
ReplyDeleteMaður þarf að vera vakandi sem hjólreiðamaður og láta í sér heyra næst þegar svona er í uppsiglingu.