Í borginni stendur yfir umfangsmikið skógarhögg. Á hverjum degi eru stór tré felld miskunarlaust með það að markmiði að "fá útsýni" eða "opna garðinn fyrir sólinni". Það eru ekki mörg merkileg tré í borginni en saman mynda þau heild sem glæða mannlífið og gera okkur íbúunum kleift að færa daglegt líf út undir beran himinn.
|
Fjölnisvegur (HG 2011) |
"Útsýni" og "sól" er það sem Reykvíkingar sækjast eftir í sínum görðum. Á sama tíma hefur skipulag borgarinnar miðað að því að reysa Skuggahverfi.
|
Skuggahverfið (HG 2011) |
Það er með öllu óskiljanlegt hvernig skipulagsyfirvöld í Reykjavík gátu fundið það út að
þetta væri líklegt til að auka lífsgæði Reykvíkinga. Ef það hefur þá verið haft að markmiði.
Hvernig væri nú að láta af þessu skógarhöggi og njóta þess að loksins sé að verða lífvænlegt í borginni. Sum þeirra trjá sem nú sæta ofsóknum hafa staðið lengur en flestir ábúendur í borginni. Beinið sjónum ykkar heldur að skipulagsfræðingunum og byggingaverkkunum sem vilja reisa sér minnisvarða um borgina. Ég er þó ekki að mælast til að þeir séu sagaðir niður.