Wednesday, December 29, 2010

HjóLandi


Hafi einhver velt því fyrir sér hvað landfræði og hjólreiðar eiga sameiginlegt þá vona ég að myndbandið hér að ofan geti varpað einhverju ljósi á það.

Hvað er í gangi?

Þessu bloggi er ætlað að vera upplýsingamiðill um framvindu landfræðilegra rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu. Í henni er sjónum beint sérstaklega að samskiptum hjólreiðamanna og annarra vegfarenda. Aðstæður til hjólreiða eru óumflýjanlegt umræðuefni og birtar verða vangaveltur um hvort yfirvöld séu á réttri leið í þeim efnum. Hjólamenning er einnig til umfjöllunar og hvernig hún birtist okkur í umhverfinu. Jafnframt mun ég halda skrá yfir ferðir mínar á hjólinu; vegalengdir, tíma, aðstæður og fleira, og skrá niður pælingar sem vakna á baki. Tilgangurinn er að safna saman hugleiðingum mínum og gögnum sem snerta rannsóknina og deila með áhugasömum. Um leið vonast ég til að fá viðbrögð og athugasemdir sem nýst geta við frekari vinnu og gagnasöfnun. Þetta er ekkert hátíðlegt og allar skoðanir eru jafn gildar og velkomnar.

Það er von mín að skrif þessi veki frekari umræður um reiðhjól sem samgöngutæki og hvetji einhverja til að reyna.

Davíð Arnar Stefánsson