Wednesday, March 23, 2011

Viðgerðir

Ég er það sem kallast "mellufær" í viðgerðum - afsakið orðbragðið - á hjólum. Þrátt fyrir að hjólin bili sjaldan þá kemur alltaf eitthvað upp sem þarf að kippa í lag. Oftast eru það viðgerðir á slöngu sem mér leiðist óheyrilega enda finnst mér að sveitarfélögin ættu að sjá sóma sinn í því að sópa göngu- og hjólastíga reglulega en ekki einu sinni á ári. Maður sér sömu glerbrotin vikum og mánuðum saman og er farin að kalla þau með nafni. En nóg um það. Ég á flest þau verkfæri sem þarf til að sinna minni háttar viðgerðum. Eitt verkfæri hef ég alltaf með mér en það Cordo bike tool - kit sem inniheldur flest þau verkfæri sem þarf til að bjarga sér á götunni. Auk þess hef ég alltaf með mér bætur og smá olíu.

Cordo Bike Tool - kit
Fæst í Hjólaspretti fyrir 3-4000.- kr.

Hins vegar, þegar ég lendi í meiriháttar viðgerðum er um tvennt að velja: Að fara með hjólið í viðgerð -sem ég geri stundum, eða að ath með http://www.bicycletutor.com/. Á þeirri síðu er að finna myndbönd sem sýna leiðbeiningar við flestar viðgerðir og uppherslur varðandi hjól. Síðan hefur reynst mér mjög nytsöm auk þess sem ég hef hreinlega gaman af því að skoða myndböndin:

http://www.bicycletudor.com/
Það er miklu auðveldara að laga biluð hjól heldur flestir gera sér grein fyrir. Margir eru líka alltof fljótir að afskrifa hjólin sem ónýt þó aðeins sjái á þeim eða þau þarfnist viðgerðar. Mér þykir fátt flottara en hjól sem er farið að láta á sjá en þjónar tilgandi sínum fullkomlega. Það ber líka eigendanum gott vitni og endurspeglar þá virðingu sem hann hefur sýnt gripnum.

No comments:

Post a Comment