Friday, March 25, 2011

25. mars. 2011 Er vorið á næsta leiti?


Ég held það. Ég held að það sé farið að vora. Snjórinn sem þakkti borgina fyrr í vikunni er hratt að hverfa og eftir situr saltið og tjaran.
Ég tók þessar myndir á leið minni í Öskju í morgun. Það var frábært að hjóla í skólan - nánast íslaust á götum og slóðum og veðrið æðislegt.

Þokumistur á Álfaskeiðinu kl. 9:30 (HG2011)

Vonandi hverfur þessi haugur í dag (HG2011)

"Salt lake city" (HG2011)

Hjólastandarnir við Öskju eru fljótir að fyllast á góðum dögum (HG2011)


1 comment: