Thursday, March 10, 2011

Fjarðarpósturinn er með á nótunum

Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarpóstsins, var meðal þeirra sem mættu á opin fund um bættar aðstæður til hjólreiða í Hafnarfirði sem að fram fór á fimmtudaginn s.l. Í blaðinu 10. mars gerir Guðni kjarnan af því sem að fram kom á þeim fundi að umfjöllunarefni í leiðaranum:

Úr leiðar Fjarðarpóstsins þann 10. mars 2011
Þá er einnig jákvæð umfjöllun um fundinn í blaðinu:
Úr Fjarðarpóstinum þann 10. mars 2011
Umfjöllun um reiðhjól sem samgöngutæki og þá sem hjóla fær orðið mun meiri umfjöllun en áður í fjölmiðlum og þar er Fjarðarpósturinn engin hælbítur. Jákvæð umfjöllun um ágæti hjólreiða er mjög mikilvæg ef að reiðhjól eiga að ná fótfestu sem samgöngutæki í borginni. Fjölmiðlar ráða miklu um það hvort hjólreiðar eru "main-stream" eða "sub-culture". Það að hjóla verður að vera "eðlilegt" svo að fjöldinn hjóli. Fólki þarf að finnast það vera eðlilegur hluti af umhverfinu en ekki skrýtið, eða óvenjulegt þegar það sest á hnakkinn og hjólar í vinnuna eða á videóleiguna.

Það er ánægjulegt að bæjarblaðið í Hfj. skuli ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum.

No comments:

Post a Comment