Monday, March 7, 2011

"Lifandi" borg

(Gohst Digital)
Eftir niðurrifs-stefnu liðinna áratuga, þar sem fjöldi húsa í miðbæ RVK var látin víkja fyrir "Loftköstulum", sér loks fyrir endann á lágkúrunni.
Stórtækar hugmyndir um "uppbyggingu" miðborgarinnar eru sem betur fer komnar í kælir. Á meðan vinnur tíminn með húsunum sem staðið hafa frá því byggð tók að myndast í borginni. 

Bílvæðingin í RVK á sér margar birtingarmyndir sem ekki hafa eingungis haft áhrif á gangandi vegfarendur eða þá sem hjóla. Í borginni hafa verið rifin- eða flutt gömul hús til að rýma fyrir götum eða bílastæðum.
Þannig hefur glatast menningarsaga og menningarlandslag auk þess sem að sundur-slitin-götumyndin í augnhæð fær á sig óaðlaðandi og óspennandi mynd.
Aðlaðandi og spennandi götumynd eru einkenni „lifandi“ borga og ein af forsendum þess að  fólki gangi eða hjóli. Það að fólk gangi eða hjóli í borgum er svo annað af einkennum "lifandi" og áhugaverðra borga.

No comments:

Post a Comment