Tuesday, March 29, 2011

Ekki er allt gull sem glóir

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa staðið öðrum sveitarfélögum framar í því að byggja upp hjólaleiðir. Skref í þá átt var gerð Göngu- og hjólaleiðakorts sem sýnir helstu leiðir og tengingar. Þar eru stofnleiðir merktar sérstaklega og maður skildi ætla að þar væru aðstæður eins og best verður á kosið. Það eru þær vissulega víða en ekki allsstaðar. Við Klambratún og Hringbraut fara um fjöldi hjólreiðamanna á degi hverjum. Umferð er þar mikil og flestir halda sig á göngu- og hjólastíg til hliðar við umferðina. En þar er undirlagið með vesta móti - gamlar brotnar hellur sem afar óþægilegt er að hjóla á.

Kortið er ekki fullkomið og leiðakerfið ekki heldur. Ég hef heimildir fyrir því að kortið sé í reglulegri endurskoðun og uppfærslu. Kannski er tækifæri til að beita kortinu og benda á þá staði sem borgin hefur þegar valið sem leiðir fyrir hjólandi og leggja áherslu á hvaða úrbóta er þörf. Borgin er full af stöðum sem þessum þar ekki er allt sem sýnist.

Hellur henta illa sem undirlag fyrir hjólreiðamenn á mikilli ferð - hvað þá veðraðar og brotnar. Hversu lengi haldið þið að ökumenn myndu sætta sig við undirlag sem þetta.

Hellulögn við Klambratún og Hringbraut (HG2011)

Af kortaveitu RVK

No comments:

Post a Comment