Thursday, March 3, 2011

3. mars 2011

Undanfarana tvo daga hef ég farið með strætó í RVK. Á þriðjudaginn var leiðinda slabb á öllum leiðum og ég hefði mætt eins og blautur hundur til leiks. Auk þess sem mig langaði mæta borgaralega klæddur til tilbreytingar. Í dag fór ég svo aftur með strætó vegna þess að ég hafði Breka með mér í vagninum. Þótt ég sé þegar búin að setja hann í barnastólinn og hjóla með hann þá legg ég ekki á hann 25 km. í mars - hann er nú bara 6 1/2 mánaða.
Þótt ég kjósi helst að hjóla þá er gott að fara með strætó og það hentar mér vel: 5 mín. rölt frá BB í Fjörð, 25 mín ferð með vagninum og 5 mín. rölt í Öskju. Á leiðinni er hægt að lesa blöðin eða hugsa sinn gang. Þá hef ég gaman að fylgjast með fólkinu sem streymir inn- og úr vagninum. Strætó er tímalaus staður og manni líður nákvæmlega eins og þegar maður fór í fyrsta skiptið með Landleiðavagninu. Þá er engin stéttaskipting, allir jafnir í sínu sæti - fyrir utan auðvitað bílstjórann.
350.- kr. ferðin er auðvitað nokkuð mikið miðað við það sem áður var. Hægt er að kaupa 11 miða kort á 3000.-  kr. og þá skilst mér að ferðin geri tæplega 275.- kr. sem er allt í lagi og margfalt ódýrara heldur en að keyra einkabílinn ef reksturinn er tekin með í reikninginn.

Leið 1: Fjörður-HÍ (HG2011)

No comments:

Post a Comment