Tuesday, March 22, 2011

22. mars 2011. Afleitur snjómokstur í morgun!

Undanfarið hefur verið leiðinda færð á götum borgarinnar. Ég lagði hjólin og fór með strætó í staðinn. Þangað til í morgun. Þá dró ég hjólið fram enda langþreyttur á bílveikinni sem undantekningalaust hellist yfir mig í almenningsvögnum.

Satt best að segja var færið þungt fyrir þá sem hjóla. Fjarðarkaupa-tengingin við Garðarbæ var að venju nánast ófær en síst af öllu sá staður sem var erfiðastur yfirferðar. Bílaplanið við verslunina var reyndar til fyrirmyndar - eini staðurinn í bænum þar sem fullkomlega var rutt og eigendunum til sóma.
Tengingin við Fjarðarkaup (HG2011)
Við undirgöngin í Hegranes (í Arnarnesi) við botn Silfurtúns var annar og verri kafli - algjörlega ófær.
Undirgöng: Silfurtún-Hegranes (HG2011)
 Erfiðasti farartálminn var hins vegar í Kópavogi við rætur Kópavogstúns. 
Í Kópavog (HG2011)
Aðstæður löguðust mikið í Reykjavík en þar var greinilega byrjað að ryðja.
Ekkert hafði safnast í stíga við Fossvogskirkjugarð (HG2011)

Vel rutt við undirgöng við Nauthólsveg. Valsmenn komust á æfingu í morgun (HG2011)
Nauthólsvegur var lokaður að þessu sinni en ég hef ekki séð skafa í vegstæði í borginni lýkt og þar áður.
Mannhæðaháir skaflar á Nauthólsvegi og vegurinn lokaður (HG2011)

Ég var snemma á ferðinni í morgun - fyrir kl. 8:00. En það er engin afsökun. Fyrir utan Reykjavík var óþolandi aðkoma að göngu- og hjólastígum. Ávinningur sveitarfélaga af hjólreiðum er töluverður og ef að yfirvöldum er raunverulega alvara með því að auka hlut hjólreiða í samgöngum þá verður að halda leiðum opnum.
Vonandi verður búið að ryðja þegar ég hjóla heim. 

1 comment:

  1. Ég hef einmitt gefist upp á að hjóla í vinnuna í þessari færð og hjóla þó bara innan Reykjavíkur.
    Mér fannst þeir byrja ágætlega á snjómokstrinum þegar það hóf að snjóa og fyrstu dagarnir voru þolanlegir, sérstaklega á leiðinni heim. En síðan hefur dregið úr mokstri og færðin verið verri með hverjum deginum. Og eftir hrakningar á fimmtudaginn til og frá vinnu þá fékk ég nóg og læt kallinn skutla mér í vinnuna þar til ég treysti mér í átökin aftur eða snjórinn minnkar.

    ReplyDelete